Reglurnar skýrar en framkvæmdin ekki Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 30. júní 2010 18:59 Enn er óvissa um hvort foreldrar stúlku, sem lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi fyrir nokkrum árum, þurfi að greiða milljónir fyrir beinflutning og tannlækningar eftir slysið. Reglurnar eru alveg skýrar, segir forstjóri Sjúkratrygginga og heilbrigðisráðherra, en ekki er skýrt hvort afleiðingar slyssins falli undir reglurnar. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, segir reglurnar skýrar. „Ég hef nýlega sett reglugerð, nú í mars, til að tryggja rétt fólks í þessari stöðu en það sem vantar upp á er framkvæmdin." Stöð 2 hefur fjallað ítarlega um mál sex ára gamallrar stúlku sem datt af hjóli og missti við það tvær framtennur. Síðan eru þrjú ár og framundan er viðamikil aðgerð þar sem meðal annars gæti þurft að taka hluta af mjaðmabeini hennar til að nota í stað gómsins sem hefur rýrnað. Án aðgerðar yrði barnið með innfallna efri vör. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar segir það alvarlegt óréttlæti að Sjúkratryggingar Íslands neiti að taka þátt í kostnaði við aðgerðina og tannlækningar þar á eftir - eins og þær hefðu gert hefði stúlkan lent á nefi en ekki tönnum. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist hafa haft samband við foreldra stúlkunnar og óskað eftir aukaupplýsingum varðandi mál dótturinnar. Spurður hvort líkur séu á farsælli lausn segir hann. „Ég væri ekki að hafa samband ef ég teldi ekki líkur á því." Innlent Tengdar fréttir „Mér er fullkomlega misboðið" Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. 28. júní 2010 18:44 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Enn er óvissa um hvort foreldrar stúlku, sem lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi fyrir nokkrum árum, þurfi að greiða milljónir fyrir beinflutning og tannlækningar eftir slysið. Reglurnar eru alveg skýrar, segir forstjóri Sjúkratrygginga og heilbrigðisráðherra, en ekki er skýrt hvort afleiðingar slyssins falli undir reglurnar. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, segir reglurnar skýrar. „Ég hef nýlega sett reglugerð, nú í mars, til að tryggja rétt fólks í þessari stöðu en það sem vantar upp á er framkvæmdin." Stöð 2 hefur fjallað ítarlega um mál sex ára gamallrar stúlku sem datt af hjóli og missti við það tvær framtennur. Síðan eru þrjú ár og framundan er viðamikil aðgerð þar sem meðal annars gæti þurft að taka hluta af mjaðmabeini hennar til að nota í stað gómsins sem hefur rýrnað. Án aðgerðar yrði barnið með innfallna efri vör. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar segir það alvarlegt óréttlæti að Sjúkratryggingar Íslands neiti að taka þátt í kostnaði við aðgerðina og tannlækningar þar á eftir - eins og þær hefðu gert hefði stúlkan lent á nefi en ekki tönnum. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist hafa haft samband við foreldra stúlkunnar og óskað eftir aukaupplýsingum varðandi mál dótturinnar. Spurður hvort líkur séu á farsælli lausn segir hann. „Ég væri ekki að hafa samband ef ég teldi ekki líkur á því."
Innlent Tengdar fréttir „Mér er fullkomlega misboðið" Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. 28. júní 2010 18:44 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Mér er fullkomlega misboðið" Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. 28. júní 2010 18:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent