Útsvar eða gjaldskrárhækkanir Sóley Tómasdóttir skrifar 21. maí 2010 09:02 Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun