Enski boltinn

Wenger spenntur fyrir Cole

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Chelsea.
Joe Cole í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger viðurkennir að hann sé hrifinn af Joe Cole sem hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnu.

Cole verður ekki áfram í herbúðum Chelsea eftir af samningur hans við félagið rennur út í sumar. Wenger vildi ekki segja hvort að Arsenal myndi reyna að fá hann til liðs við félagið.

„Ég hef hrifist af honum því hann hefur alltaf reynst okkur erfiður," sagði Wenger við enska fjölmiðla. „Hann getur haft mikil áhrif á leiki og er góður í að rekja knöttinn áfram, gefur góðar sendingar og skorar mörk."

Cole hefur einnig verið orðaður við Manchester United, Manchester City og Tottenham.

Sumir fjölmiðlar í Englandi hafa fullyrt að Cole hafi þegar ákveðið að ganga til liðs við Arsenal en sjálfur segir hann að hann muni ekki ákveða sig fyrr en eftir að HM lýkur í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×