Enski boltinn

Stóru liðin á Englandi á eftir Marko Marin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marin í leik gegn Spurs í Meistaradeildinni.
Marin í leik gegn Spurs í Meistaradeildinni.

Fjölmiðlar greina frá því í dag að Man. Utd sé að undirbúa 19,5 milljón evra tilboð í Marko Marin, leikmann Werder Bremen í Þýskalandi. United er ekki eina enska liðið sem vill fá Marin því Arsenal, Tottenham og Liverpool hafa einnig áhuga.

Samningur Marin við Bremen rennur út árið 2013 og félagið er sagt vera til í að selja fyrir rétta upphæð. Sjálfur er leikmaðurinn sagður vera spenntur fyrir því að færa sig um set.

United hefur fylgst vel með honum í vetur og ætlar að gera það áfram. Ekki kemur til greina að kaupa hann janúarglugganum.

Marin hefur verið yfirburðamaður hjá Bremen í vetur en lítið hefur gengið hjá liðinu sem situr í 11. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Leikmaðurinn er af bosnískum uppruna en hefur búið í Þýskalandi síðan hann var 2 ára. Hann hefur leikið 15 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×