Enski boltinn

Stoke kláraði York City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
York kemst hér yfir í leiknum. Það dugði ekki til.
York kemst hér yfir í leiknum. Það dugði ekki til.

Leik Stoke City og York City lauk síðar en öðrum leikjum þar sem leikmenn York voru talsverðan tíma á leikstað vegna óveðursins í Englandi sem gerði það að verkum að fresta varð nokkrum leikjum.

Leikmenn York mættu þó sprækir til leiks á Brittania-völlinn og komust yfir á 22. mínútu er Neil Barrett skoraði. Þeir voru nánast enn að fagna er Daniel Parslow varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna leikinn fyrir Stoke.

Ricardo Fuller kom Stoke yfir aðeins mínútu síðar og Matthew Etherington kláraði leikinn á 58. mínútu.

Lokatölur 3-1 fyrir Stoke.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×