Fótbolti

Fyrirliði FCK: Við verðum að skera hendurnar af Grönkjær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesper Grönkjær í leiknum í gær.
Jesper Grönkjær í leiknum í gær. Mynd/AP
William Kvist, fyrirliði FC Kaupmannahöfn var ekkert alltof sáttur eftir 1-0 tap liðsins á móti Rubin Kazan í Rússlandi í Meistaradeildinni í gær. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem var dæmd á Jesper Grönkjær fyrir að kýla boltann. Þetta sást ekki fyrr en eftir margar endursýningar en dómarinn var í engum vafa og dæmdi vítið.

„Við verðum að skera hendurnar af Grönkjær," sagði William Kvist við danska blaðið Politiken og þjálfarinn Ståle Solbakkens var heldur ekki kátur með sinn mann „Ég veit ekki hvort Jesper var svona óheppin eða svona vitlaus ég á eftir að skoða myndirnar," sagði Kvist.

Jafntefli hefði dugað FCK-liðinu til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin en nú þarf danska liðið að vinna Panathinaikos í lokaleik sínum til þess að komast áfram í úrslitakeppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×