Studdu innrás í andstöðu við ráðleggingar embættismanna Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2010 18:45 Utanríkisráðherra segir að skjöl í ráuneytinu sýni að þáverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra hafi tekið ákvörðun um að styðja innrás Bandaríkjmanna í Írak í andstöðu við ráðleggingar embættismanna. Um 90 skjöl eru til í utanríkisráðuneytinu sem varpa ljósi á um tveggja mánaða aðdraganda við stuðninginn. Það kom flestum í opna skjöldu þegar í ljós kom að Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra höfðu hinn 18. mars 2003 lýsti yfir stuðningi Íslands við innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak sem hófst tveimur dögum síðar. Ekkert samráð hafði verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis eins og lög kveða á um og málið olli strax miklum deilum. Nú hafa tæplega milljón manns fallið vegna stríðsátakanna sem ekki sér fyrir endan á. Í fyrravor komu fram tvær tillögur á Alþingi, frá Ögmundi Jónassyni þingmanni Vinstri grænna og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þingmanni Samfylkingarinnar um rannsókn á þessari ákvörðun og birtingu skjala henni tengdri. „Ég hófst þá handa við að láta mitt starfsfólk leita uppi skjöl sem þessu tengdust. Þau fundust nú ekki mörg sem slægur var í í skjalaskránni en þegar grannt var leitað kom nú hitt og þetta í ljós," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Tillögurnar döguðu upp á þingi og skölin voru því ekki afhent, en ef þingið óski eftir þeim eins og hann búist við fái þingið skjölin. „Það má segja að fyrstu skjölin sem tegnjast þessu ná aftur til janúar (2003)," segir Össur. En ákvörðun um stuðning við innrásina hafi ekki verið tekin fyrr en um miðjan mars. Það sé því nokkur aðdragandi að málinu og ýmis samtöl hafi átt sér stað sem ýmislegt megi ráða af. Þetta séu m.a. minnisblöð um samtöl og samskipti við bandaríska embættismenn og aðra. Össur segir fjölda skjalanna meiri en hann hefði átt von á. Flest skjölin hefðu lítið upplýsingagildi. „En þetta gætu slegið upp í 80 til 90 skjöl. Af þeim eru nokkur, örfá, sem eru mjög athygliverð," segir utanríkisráðherra. Í heildina teldi hann skjölin varpa ljósi á aðdraganda þess að ráðherrarnir studdu innrásina. „Og ég held að í sumum þeirra komi fram að embættismennirnir höfðu mjög einarða afstöðu í þessu máli og hún var hugsanlega ekki sú sama og stjórnmálamannanna sem síðar tóku ákvörðun," segir Össur. Án samráðs við Alþingi eins og lög kveði á um, aðra stjórnmálamenn og án samráðs við ríkisstjórnina. Ráðherrarnir hafi tekið ákvörðunina í andstöðu við ráðleggingar a.m.k. sumra embættismannanna. Utanríkisráðherra segir að sum skjalanna hafi ekki verið í skjalaskrá ráðuneytisins en hafi með eftirgrennslan komið í leitirnar. Af þeim megi ráða að ef Alþingi ákveði að fara í rannsókn á málinu, kunni mikilvægar upplýsingar að fást með samtölum við embættismenn sem komu að málinu. „Mér sýnist að það liggi mikilvægar upplýsingar í reynslusjóðum og huga þeirra sem tóku þátt í þessari atburðarrás, eða voru partur af henni, án þess að það hafi endilega verið skráð niður í ráðuneytinu á sínum tíma," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að skjöl í ráuneytinu sýni að þáverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra hafi tekið ákvörðun um að styðja innrás Bandaríkjmanna í Írak í andstöðu við ráðleggingar embættismanna. Um 90 skjöl eru til í utanríkisráðuneytinu sem varpa ljósi á um tveggja mánaða aðdraganda við stuðninginn. Það kom flestum í opna skjöldu þegar í ljós kom að Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra höfðu hinn 18. mars 2003 lýsti yfir stuðningi Íslands við innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak sem hófst tveimur dögum síðar. Ekkert samráð hafði verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis eins og lög kveða á um og málið olli strax miklum deilum. Nú hafa tæplega milljón manns fallið vegna stríðsátakanna sem ekki sér fyrir endan á. Í fyrravor komu fram tvær tillögur á Alþingi, frá Ögmundi Jónassyni þingmanni Vinstri grænna og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þingmanni Samfylkingarinnar um rannsókn á þessari ákvörðun og birtingu skjala henni tengdri. „Ég hófst þá handa við að láta mitt starfsfólk leita uppi skjöl sem þessu tengdust. Þau fundust nú ekki mörg sem slægur var í í skjalaskránni en þegar grannt var leitað kom nú hitt og þetta í ljós," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Tillögurnar döguðu upp á þingi og skölin voru því ekki afhent, en ef þingið óski eftir þeim eins og hann búist við fái þingið skjölin. „Það má segja að fyrstu skjölin sem tegnjast þessu ná aftur til janúar (2003)," segir Össur. En ákvörðun um stuðning við innrásina hafi ekki verið tekin fyrr en um miðjan mars. Það sé því nokkur aðdragandi að málinu og ýmis samtöl hafi átt sér stað sem ýmislegt megi ráða af. Þetta séu m.a. minnisblöð um samtöl og samskipti við bandaríska embættismenn og aðra. Össur segir fjölda skjalanna meiri en hann hefði átt von á. Flest skjölin hefðu lítið upplýsingagildi. „En þetta gætu slegið upp í 80 til 90 skjöl. Af þeim eru nokkur, örfá, sem eru mjög athygliverð," segir utanríkisráðherra. Í heildina teldi hann skjölin varpa ljósi á aðdraganda þess að ráðherrarnir studdu innrásina. „Og ég held að í sumum þeirra komi fram að embættismennirnir höfðu mjög einarða afstöðu í þessu máli og hún var hugsanlega ekki sú sama og stjórnmálamannanna sem síðar tóku ákvörðun," segir Össur. Án samráðs við Alþingi eins og lög kveði á um, aðra stjórnmálamenn og án samráðs við ríkisstjórnina. Ráðherrarnir hafi tekið ákvörðunina í andstöðu við ráðleggingar a.m.k. sumra embættismannanna. Utanríkisráðherra segir að sum skjalanna hafi ekki verið í skjalaskrá ráðuneytisins en hafi með eftirgrennslan komið í leitirnar. Af þeim megi ráða að ef Alþingi ákveði að fara í rannsókn á málinu, kunni mikilvægar upplýsingar að fást með samtölum við embættismenn sem komu að málinu. „Mér sýnist að það liggi mikilvægar upplýsingar í reynslusjóðum og huga þeirra sem tóku þátt í þessari atburðarrás, eða voru partur af henni, án þess að það hafi endilega verið skráð niður í ráðuneytinu á sínum tíma," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira