Mannfyrirlitning Jónína Michaelsdóttir skrifar 26. október 2010 09:11 Fyrir margt löngu var ég að spjalla við roskinn mann um aðstæður alþýðufólks á árum áður. Þessi maður óx úr grasi í afskekktu þorpi úti á landi, og sagði mér meðal annars að hann hefði eitt sinn á yngri árum tekið þátt í að bera mann í rúmi sínu milli bæja. Þetta var heilsulaus maður á fátækraframfæri, en slíkt fólk var kallað sveitarómagar eða þurfalingar og var réttindalaust. Hreppurinn greiddi með því og ástæða þessa flutnings var sú, að bóndi á öðrum bæ hafði boðist til að hafa hann á heimilinu fyrir lægri upphæð en bóndinn sem hann hafði legið hjá í góðu atlæti. Þurfalingurinn var að sjálfsögðu ekki spurður hvernig honum litist á vistaskiptin og hreppurinn kynnti sér ekkert endilega hvort lægra meðlag þýddi verra atlæti. Burðarmaðurinn sagði að sér hefði liðið undarlega í þessu hlutverki. Þótt þurfalingurinn hafi ekki borið sig illa, var hann greinilega órólegur. Vissi ekkert hvað beið hans.Mér fannst nánast óraunverulegt að vera að ræða við mann sem mundi þessa tíma og hafði tekið þátt í flutningi sveitarómaga á vegum hreppsins á æskuárum sínum. Þjóðin var þá fátæk, raunverulega fátæk. Hreppstjórinn þurfti að skoða hagstæðustu lausnir, og þessi tilhögun var viðurkennd um allt land. Það breytir ekki því að það kostaði ekkert þá frekar en núna að sýna fólki þá lágmarks virðingu að umgangast það sem manneskjur, en ekki eins og húsdýr eða kennitölu í tölvu.Vanhæfni í samskiptumÞrátt fyrir ótrúlegar framfarir hér á landi á síðustu áratugum, miklum samskiptum við aðrar þjóðir, bæði sem ferðamenn og námsmenn víða um heim, erum við langt frá því að vera veraldarvön eða fáguð í samskiptum hvert við annað. Sama hráa tillitsleysið og yfirlætið sem áður sneri að þeim sem minna máttu sín kemur enn upp á yfirborðið þegar á reynir. Oft er það reyndar sprottið úr vanhæfni í mannlegum samskiptum. Þannig eru mörg dæmi til um karla sem ganga út af heimilum sínum fyrirvaralaust og segjast í leiðinni vilja skilnað. Jafnvel þótt börn þeirra standi hjá. Ganga svo út án frekari skýringa. Og nú tíðkast ekki að fólki sé sagt upp eftir ára eða áratuga starf hjá fyrirtækjum með því að yfirmaður ræði málið og gefi viðkomandi svigrúm. Nú fær hann tilkynningu um að hann sé rekinn hér og nú. Ekki endilega skýring. Bara: Þurfum ekki lengur á þér að halda! Eins gott að við eigum góða sálfræðinga.Og nú erum við að upplifa spegilmynd framkomunnar við þurfalingana. Hið opinbera þarf að draga saman. Þrengja að heilsustofnunum, loka heimilum með fólki sem getur ekki séð um sig sjálft, eða flytja það annað. Fólkið fær ekkert val.Heimili fyrir Alzheimer-sjúklinga úti á landi er lokað, er mér sagt. Fólk er fært annað, til dæmis í annað byggðarlag. Enginn er spurður. Ekki er leitað eftir leiðum til að mæta þessu fólki.Á sama tíma er ein nefndin eftir aðra sett á laggirnar, og hvers kyns verkefni sem ekkert liggur á að framkvæma eru sett á oddinn. Ekkert líf er í atvinnusköpun, enginn skilningur á því hvað það er sem drífur samfélagið áfram, og mannfyrirlitningin birtist nú skýrast hjá þeim sem mæra þá sem minna mega sín í öðru hverju orði. Forgangsröðun er vægast sagt sérkennileg.Það gera þetta allirÉg var að fletta bók um fylgjur og fyrirboða eftir Sigurð Haralz sem kom út árið 1965.Niðurlag bókarinnar er á þessa leið: "Nú á dögum virðist íslenska þjóðin svífa í eins konar tækni- og gróðavímu. Það er tvistað í kringum gullkálfinn af slíku ofurkappi að slíkt og þvílíkt hefur aldrei skeð áður hér á landi. Ef einhver spyr, hvort það sé nú víst, að öllu öðru sé fyrir slíkt fórnandi, þá er svarið: Það gera þetta allir.Ef enn er spurt: Getur ekki skeð, að þetta sé of dýru verði keypt, eða er það örugglega víst að þetta sé svona eftirsóknarvert? Þá er svarið: Það gera þetta allir.Ef ekkert er athugavert við þann hugsunarhátt, sem svona svör bera með sér, þá hefur mér og mínum skjátlast - og það meira en lítið."Er þetta ekki kunnuglegt? Vorum við stikkfrí? Berum við ekki ábyrgð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir margt löngu var ég að spjalla við roskinn mann um aðstæður alþýðufólks á árum áður. Þessi maður óx úr grasi í afskekktu þorpi úti á landi, og sagði mér meðal annars að hann hefði eitt sinn á yngri árum tekið þátt í að bera mann í rúmi sínu milli bæja. Þetta var heilsulaus maður á fátækraframfæri, en slíkt fólk var kallað sveitarómagar eða þurfalingar og var réttindalaust. Hreppurinn greiddi með því og ástæða þessa flutnings var sú, að bóndi á öðrum bæ hafði boðist til að hafa hann á heimilinu fyrir lægri upphæð en bóndinn sem hann hafði legið hjá í góðu atlæti. Þurfalingurinn var að sjálfsögðu ekki spurður hvernig honum litist á vistaskiptin og hreppurinn kynnti sér ekkert endilega hvort lægra meðlag þýddi verra atlæti. Burðarmaðurinn sagði að sér hefði liðið undarlega í þessu hlutverki. Þótt þurfalingurinn hafi ekki borið sig illa, var hann greinilega órólegur. Vissi ekkert hvað beið hans.Mér fannst nánast óraunverulegt að vera að ræða við mann sem mundi þessa tíma og hafði tekið þátt í flutningi sveitarómaga á vegum hreppsins á æskuárum sínum. Þjóðin var þá fátæk, raunverulega fátæk. Hreppstjórinn þurfti að skoða hagstæðustu lausnir, og þessi tilhögun var viðurkennd um allt land. Það breytir ekki því að það kostaði ekkert þá frekar en núna að sýna fólki þá lágmarks virðingu að umgangast það sem manneskjur, en ekki eins og húsdýr eða kennitölu í tölvu.Vanhæfni í samskiptumÞrátt fyrir ótrúlegar framfarir hér á landi á síðustu áratugum, miklum samskiptum við aðrar þjóðir, bæði sem ferðamenn og námsmenn víða um heim, erum við langt frá því að vera veraldarvön eða fáguð í samskiptum hvert við annað. Sama hráa tillitsleysið og yfirlætið sem áður sneri að þeim sem minna máttu sín kemur enn upp á yfirborðið þegar á reynir. Oft er það reyndar sprottið úr vanhæfni í mannlegum samskiptum. Þannig eru mörg dæmi til um karla sem ganga út af heimilum sínum fyrirvaralaust og segjast í leiðinni vilja skilnað. Jafnvel þótt börn þeirra standi hjá. Ganga svo út án frekari skýringa. Og nú tíðkast ekki að fólki sé sagt upp eftir ára eða áratuga starf hjá fyrirtækjum með því að yfirmaður ræði málið og gefi viðkomandi svigrúm. Nú fær hann tilkynningu um að hann sé rekinn hér og nú. Ekki endilega skýring. Bara: Þurfum ekki lengur á þér að halda! Eins gott að við eigum góða sálfræðinga.Og nú erum við að upplifa spegilmynd framkomunnar við þurfalingana. Hið opinbera þarf að draga saman. Þrengja að heilsustofnunum, loka heimilum með fólki sem getur ekki séð um sig sjálft, eða flytja það annað. Fólkið fær ekkert val.Heimili fyrir Alzheimer-sjúklinga úti á landi er lokað, er mér sagt. Fólk er fært annað, til dæmis í annað byggðarlag. Enginn er spurður. Ekki er leitað eftir leiðum til að mæta þessu fólki.Á sama tíma er ein nefndin eftir aðra sett á laggirnar, og hvers kyns verkefni sem ekkert liggur á að framkvæma eru sett á oddinn. Ekkert líf er í atvinnusköpun, enginn skilningur á því hvað það er sem drífur samfélagið áfram, og mannfyrirlitningin birtist nú skýrast hjá þeim sem mæra þá sem minna mega sín í öðru hverju orði. Forgangsröðun er vægast sagt sérkennileg.Það gera þetta allirÉg var að fletta bók um fylgjur og fyrirboða eftir Sigurð Haralz sem kom út árið 1965.Niðurlag bókarinnar er á þessa leið: "Nú á dögum virðist íslenska þjóðin svífa í eins konar tækni- og gróðavímu. Það er tvistað í kringum gullkálfinn af slíku ofurkappi að slíkt og þvílíkt hefur aldrei skeð áður hér á landi. Ef einhver spyr, hvort það sé nú víst, að öllu öðru sé fyrir slíkt fórnandi, þá er svarið: Það gera þetta allir.Ef enn er spurt: Getur ekki skeð, að þetta sé of dýru verði keypt, eða er það örugglega víst að þetta sé svona eftirsóknarvert? Þá er svarið: Það gera þetta allir.Ef ekkert er athugavert við þann hugsunarhátt, sem svona svör bera með sér, þá hefur mér og mínum skjátlast - og það meira en lítið."Er þetta ekki kunnuglegt? Vorum við stikkfrí? Berum við ekki ábyrgð?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun