„Lét“ 13 ára stúlku hafa við sig samræði Erla Hlynsdóttir skrifar 2. desember 2010 15:42 Rannsókn var hafin að frumkvæði foreldra stúlkunnar Mynd úr safni 23 ára karlmaður var í gær dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Maðurinn játaði brotið sem átti sér stað í mars á þessu ári. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Brotið sem maðurinn játaði, samkvæmt ákæru er að hafa „látið A, þá 13 ára, hafa við sig samræði " Rannsókn málsins hófst að frumkvæði foreldra stúlkunnar daginn eftir atvikið. Þann sama dag var tekin skýrsla af manninum sem játaði brotið. Skýrsla var tekin af brotaþola í Barnahúsi hálfri annarri viku síðar. Fyrir dómi var lagt fram bréf barnalæknis sem hitti stúlkuna bæði fyrir og eftir atvikið. Í niðurlagi bréfsins segir: „Í stuttu máli sagt: Kvíða- og þunglyndiseinkenni sem höfðu verið til staðar í langan tíma hjöðnuðu algjörlega með lyfja- og huglægri atferlismeðferð. Ný einkenni og annarrar tegundar sem falla undir áfallastreituröskun komu fram eftir meint kynferðislegt ofbeldi um mánaðamótin febrúar/mars 2010 og við síðasta eftirlit var greiningarskilyrðum enn fullnægt þó að ástandið væri skárra." Fyrir hönd stúlkunnar var krafist 800 þúsund króna í miskabætur en í dómi kemur fram að sátt hafi náðst um að maðurinn greiði 600 þúsund krónur í bætur. Því kom sú krafa ekki til kasta dómara. Í dómi er tekið fram að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu. „Hann hefur játað brot sitt greiðlega og var samvinnufús við rannsókn málsins. Brot hans er réttilega heimfært til refsiákvæðis í ákæru. Refsing er í samræmi við dómvenju og fyrirmæli 202. gr. hegningarlaga ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Þar sem ákærði hefur játað brot sitt greiðlega, samþykkt að greiða bætur og ekki áður sætt refsingu þykir mega skilorðsbinda refsingu hans. Skilorðstími ákveðst þrjú ár," segir þar. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
23 ára karlmaður var í gær dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Maðurinn játaði brotið sem átti sér stað í mars á þessu ári. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Brotið sem maðurinn játaði, samkvæmt ákæru er að hafa „látið A, þá 13 ára, hafa við sig samræði " Rannsókn málsins hófst að frumkvæði foreldra stúlkunnar daginn eftir atvikið. Þann sama dag var tekin skýrsla af manninum sem játaði brotið. Skýrsla var tekin af brotaþola í Barnahúsi hálfri annarri viku síðar. Fyrir dómi var lagt fram bréf barnalæknis sem hitti stúlkuna bæði fyrir og eftir atvikið. Í niðurlagi bréfsins segir: „Í stuttu máli sagt: Kvíða- og þunglyndiseinkenni sem höfðu verið til staðar í langan tíma hjöðnuðu algjörlega með lyfja- og huglægri atferlismeðferð. Ný einkenni og annarrar tegundar sem falla undir áfallastreituröskun komu fram eftir meint kynferðislegt ofbeldi um mánaðamótin febrúar/mars 2010 og við síðasta eftirlit var greiningarskilyrðum enn fullnægt þó að ástandið væri skárra." Fyrir hönd stúlkunnar var krafist 800 þúsund króna í miskabætur en í dómi kemur fram að sátt hafi náðst um að maðurinn greiði 600 þúsund krónur í bætur. Því kom sú krafa ekki til kasta dómara. Í dómi er tekið fram að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu. „Hann hefur játað brot sitt greiðlega og var samvinnufús við rannsókn málsins. Brot hans er réttilega heimfært til refsiákvæðis í ákæru. Refsing er í samræmi við dómvenju og fyrirmæli 202. gr. hegningarlaga ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Þar sem ákærði hefur játað brot sitt greiðlega, samþykkt að greiða bætur og ekki áður sætt refsingu þykir mega skilorðsbinda refsingu hans. Skilorðstími ákveðst þrjú ár," segir þar.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira