Jón Ólafsson og Mike Tyson bestu vinir alfrun@frettabladid.is skrifar 3. júlí 2010 06:30 Jón og hnefaleikakappinn Mike Tyson mynduðu góðan vinskap á kvikmyndahátíðinni í Kazakstan þar sem þeir voru báðir gestir. „Tyson er ljúfur sem lamb,“ segir athafnamaðurinn og vatnskóngurinn Jón Ólafsson. Jón er nýkominn til Íslands eftir að hafa verið einn af alþjóðlegum gestum kvikmyndahátíðar í Kazakstan. Þar var hann í hóp með Hollywood-leikkonunni Hillary Swank, sænska leikaranum og líkamsræktarfrömuðinum Dolph Lundgren, kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og hnefaleikakappanum Mike Tyson. Tyson og Jón urðu hinir mestu mátar meðan á dvölinni í Kazakstan stóð. „Tyson er stórvinur minn,“ segir Jón. „Ég var eiginlega settur í það að sjá um hann, enda ekki hver sem er sem ræður við kappann.“ Leikstjórinn Timur Bekmambetov, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum NightWatch og Wanted, er upphafsmaður hátíðarinnar, en hann er góður vinur Jóns. „Timur bauð mér að koma á hátíðina og það var alveg svakalega gaman,“ segir Jón. „Við vorum þarna þrír boðsgestir sem vorum saman. Þeir vildu sem sagt vera með einn kvikmyndaframleiðanda, einn leikara og einn frumkvöðul, sem var ég. Þetta var bara alveg frábært,“ Jón bætir við að hann eigi heimboð inni hjá Tyson á heimili hans í Las Vegas. „Ég stefni á að heimsækja hann innan skamms.“ Hnefaleikakappinn var á hátíðinni til að kynna heimildarmyndina Tyson sem er um hann sjálfan en myndin kom út 2008. Jón ber myndinni vel söguna og segir hana lýsa Mike Tyson sem karakter. „Ég sá hana fyrst á Sundance hátíðinni í fyrra og hún er alveg mögnuð. Mæli hiklaust með henni,“ segir hann. Kvikmyndahátíðin, sem var haldin í fyrsta skipti í ár, ber nafnið Astana International Action Film Festival og er meðal annars sögð vera haldin til að varpa nýju ljósi á íbúa og menningu Kazakstans eftir að kvikmyndin Borat var talin afskræma ímynd landsins fyrir alla heimsbyggðina. Dolph Lundgren var þarna sem kynnir og Hillary Swank tók á móti verðlaunum. Fleiri stórlaxar í Hollywood voru einnig á svæðinu og fengu að kynnast landi og þjóð, enda Kazakstanar mjög stoltir af menningu sinni og urðu mjög fúlir þegar Borat kvikmyndin kom út. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón kemur til Kazakstan og vitaskuld tók hann Icelandic Glacial vatnið með sér en hann segist sjaldan skilja það við sig. „Ég mun klárlega fara aftur. Landið er mjög fallegt og höfuðborgin Astana, þar sem hátíðin var haldin, er frábær.“ Innlent Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Tyson er ljúfur sem lamb,“ segir athafnamaðurinn og vatnskóngurinn Jón Ólafsson. Jón er nýkominn til Íslands eftir að hafa verið einn af alþjóðlegum gestum kvikmyndahátíðar í Kazakstan. Þar var hann í hóp með Hollywood-leikkonunni Hillary Swank, sænska leikaranum og líkamsræktarfrömuðinum Dolph Lundgren, kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og hnefaleikakappanum Mike Tyson. Tyson og Jón urðu hinir mestu mátar meðan á dvölinni í Kazakstan stóð. „Tyson er stórvinur minn,“ segir Jón. „Ég var eiginlega settur í það að sjá um hann, enda ekki hver sem er sem ræður við kappann.“ Leikstjórinn Timur Bekmambetov, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum NightWatch og Wanted, er upphafsmaður hátíðarinnar, en hann er góður vinur Jóns. „Timur bauð mér að koma á hátíðina og það var alveg svakalega gaman,“ segir Jón. „Við vorum þarna þrír boðsgestir sem vorum saman. Þeir vildu sem sagt vera með einn kvikmyndaframleiðanda, einn leikara og einn frumkvöðul, sem var ég. Þetta var bara alveg frábært,“ Jón bætir við að hann eigi heimboð inni hjá Tyson á heimili hans í Las Vegas. „Ég stefni á að heimsækja hann innan skamms.“ Hnefaleikakappinn var á hátíðinni til að kynna heimildarmyndina Tyson sem er um hann sjálfan en myndin kom út 2008. Jón ber myndinni vel söguna og segir hana lýsa Mike Tyson sem karakter. „Ég sá hana fyrst á Sundance hátíðinni í fyrra og hún er alveg mögnuð. Mæli hiklaust með henni,“ segir hann. Kvikmyndahátíðin, sem var haldin í fyrsta skipti í ár, ber nafnið Astana International Action Film Festival og er meðal annars sögð vera haldin til að varpa nýju ljósi á íbúa og menningu Kazakstans eftir að kvikmyndin Borat var talin afskræma ímynd landsins fyrir alla heimsbyggðina. Dolph Lundgren var þarna sem kynnir og Hillary Swank tók á móti verðlaunum. Fleiri stórlaxar í Hollywood voru einnig á svæðinu og fengu að kynnast landi og þjóð, enda Kazakstanar mjög stoltir af menningu sinni og urðu mjög fúlir þegar Borat kvikmyndin kom út. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón kemur til Kazakstan og vitaskuld tók hann Icelandic Glacial vatnið með sér en hann segist sjaldan skilja það við sig. „Ég mun klárlega fara aftur. Landið er mjög fallegt og höfuðborgin Astana, þar sem hátíðin var haldin, er frábær.“
Innlent Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira