Íslenski boltinn

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir: Við verðum að fara sækja á þessi lið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir í leiknum í kvöld.
Katrín Ásbjörnsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán
„Ég er drullufúl enda er ég það alltaf þegar ég tapa, en við vorum að spila virkilega illa fram á við í kvöld og það var í rauninni munurinn á liðunum," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR, eftir tapið gegn Breiðablik í kvöld.

KR-ingar fundu alls ekki taktinn í kvöld og náðu ekki að halda boltanum innan liðsins heldur voru þær meira í því að reyna langar sendingar inn fyrir vörn gestanna og náðu því ekki að skapa sér nein hættuleg marktækifæri.

„Mér fannst vanta uppá hjá okkur að halda boltanum betur innan liðsins og sækja meira. Varnarvinnan var mjög góð hjá okkur en við verðum að koma okkur framar á völlinn og pressa meira á þessi lið".

Það jákvæða við leik KR-inga í kvöld var góður varnarleikur enda reyndist erfitt fyrir Blikanna að skora mark.

„Varnarvinnan í leiknum var góð og aftasta línan var að vinna vel saman en þegar við erum ekkert að sækja á andstæðingana þá vinnum við ekki leiki", sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir , þjálfari KR, heldur svekkt eftir leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×