Á meðan Hera Björk stendur í ströngu við að kynna fyrir fjölmiðlafólkinu í Osló land og þjóð barst henni hlý kveðja frá leikskólanum Foldakoti í Grafarvogi á tölvutæku formi í dag.
„Við vildum sko óska þess að við værum hjá ykkur út í Ósló. Við myndum öskra „ÁFRAM HERA BJÖRK" svo allir í Evrópu myndu heyra það," segir meðal annars í kveðjunni.
Allur íslenski Eurovision-hópurinn varð hræður við að sjá myndirnar sem börnin sendu en þær má skoða í myndasafni.