Mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni Jón Karl Helgason skrifar 18. júní 2010 06:00 Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síðustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Litlar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálfstæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratriðum um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróður) eða vera þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við bandarísk stjórnvöld. Ætla má að einhliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamningur við Kínverja og viljayfirlýsing um þátttöku þeirra í uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegrar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því samhengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stundum telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjármálamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á fullveldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslendinga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í samfélagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síðustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Litlar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálfstæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratriðum um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróður) eða vera þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við bandarísk stjórnvöld. Ætla má að einhliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamningur við Kínverja og viljayfirlýsing um þátttöku þeirra í uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegrar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því samhengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stundum telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjármálamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á fullveldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslendinga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í samfélagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar