Handbolti

Júlíus: Nóttin var erfið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari í handbolta segir að leikmenn hefðu þurft sinn tíma til að jafna sig á tapinu gegn Króatíu í gær.

Fyrsta umferð riðlakeppninnar á EM í Noregi og Danmörku fór fram í gær og tapaði íslenska liðið fyrir Króatíu, 35-25.

„Þetta var erfitt. Leikurinn var seint í gær en eftir hann fórum við upp á hótel þar sem við borðuðum kvöldmat og funduðum. En það gengur illa að ná sér niður eftir leik þegar hann er svona seint og því var nóttin erfið," sagði Júlíus.

„Það voru því margar ryðgaðar hér í morgun en þær fengu að sofa aðeins lengur út. Á fundinum í morgun fórum vel yfir allt og það er ljóst að það er enginn að gefast upp og að þetta er enginn heimsendir."

„Stelpurnar eiga hrós skilið. Við vorum að berjast við mjög sterkt lið. Samt gáfust þær aldrei upp og reyndu alltaf að finna lausnir á okkar vandamálum. Þær fögnuðu öllum mörkum og öllu því sem vel var gert. Við fengum líka góðan stuðning áhorfenda sem hjálpaði okkur mikið."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×