Enski boltinn

Chelsea valtaði yfir Watford

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sturridge skoraði tvö mörk í dag.
Sturridge skoraði tvö mörk í dag.

Chelsea lenti ekki í sama farinu og Man. Utd í dag og komst auðveldlega áfram í enska bikarnum með stórsigri á Watford, 5-0.

Daniel Sturridge fær aukna ábyrgð hjá Chelsea í fjarveru Didier Drogba og hann byrjaði vel í nýju hlutverki því hann skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í dag.

Florent Malouda og Frank Lampard skoruðu einnig. Eitt marka Chelsea var síðan sjálfsmark hjá John Eustace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×