Viðskipti innlent

Icesave samkomulag í sjónmáli

Sigríður Mogensen skrifar

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram.

Fram kemur í skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að líkurnar á því að málið endi fyrir dómstólum hafi minnkað. Í yfirlýsingu frá Per Callesen, fastafulltrúa Norðurlandanna hjá sjóðnum og Lilju Alfreðsdóttur, fulltrúa Íslands hjá AGS, segir að lausn Icesave deilunnar sé mikilvæg til að endurreisa traust á íslensku efnahagslífi.

Icesave deilan hafi í of langan tíma tafið fyrir endurreisn efnahagslífsins og nauðsynlegt sé að leysa deiluna með samkomulagi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×