Enski boltinn

Bolton hefur óskað viðræðum við Coyle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Coyle, stjóri Burnley.
Owen Coyle, stjóri Burnley. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt fréttastofu Sky Sports hefur Bolton óskað eftir því að fá að ræða við Owen Coyle, stjóra Burnley.

Bolton rak Gary Megson í síðustu viku og er Coyle sagður efstur á óskalista forráðamanna Bolton. Coyle hefur náð góðum árangri með Burnley en undir hans stjórn vann liðið sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Coyle átti að mæta á blaðamannafund hjá Burnley á laugardaginn eftir sigur liðsins á MK Dons í ensku bikarkeppninni. Hann mætti hins vegar ekki á fundinn og þótti það gefa til kynna að Coyle væri á leið til Bolton.

Íslendingar leika með báðum liðum - Grétar Rafn Steinsson með Bolton og Jóhannes Karl Guðjónsson með Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×