Fullkomin heimasíða fyrir þá sem missa af Airwaves Tinni Sveinsson skrifar 13. október 2010 19:58 Svona mun síðan líta út þegar gestir Airwaves eru búnir að vera duglegir að dæla inn myndum. Smellið til að sjá myndina stærri. Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins. Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins.
Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“