Fullkomin heimasíða fyrir þá sem missa af Airwaves Tinni Sveinsson skrifar 13. október 2010 19:58 Svona mun síðan líta út þegar gestir Airwaves eru búnir að vera duglegir að dæla inn myndum. Smellið til að sjá myndina stærri. Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins. Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins.
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira