Innlent

Fólk rólegt í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla - myndskeið

Jón Hákon Halldórsson skrifar

„Þetta gengur vel. Það er allt í rólegheitum hjá okkur," segir Hrafnhildur Björnsdóttir, vettvangsstjóri hjá Rauða krossinum, sem stödd var í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar Vísir náði tali af henni. Hún sagði að samhæfingaraðgerðir hefðu gengið mjög vel. Það væru á leiðinni teppi og dýnur og ljóst að búið yrði vel um fólk í skólastofunum.

Í sama streng tók Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem einnig er stödd í skólanum. Hún segir að fólk sé mjög rólegt. Einna helst sé að fólk óttist um skepnurnar í nágrenni við gosstöðvarnar. Ef mikið öskufall verði gætu skepnurnar sem eru úti við skaðast af því. Einhverjir hafi því haft á orði að þeir vildu komast heim til að koma skepnunum í skjól.

Ljóst er að fjöldi fólks sem býr í Fljótshlíðinni og annarsstaðar í nágrenni við jökulinn mun ekki komast heim til sín í nótt og verður í skólanum þangað til annað er ákveðið.
















Tengdar fréttir

Fleiri skjálftar undir Eyjafjallajökli

Mun meiri skjálftavirkni var undir Eyjafjallajökli í nótt en í fyrrinótt. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,6 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter.

Enn skelfur í Eyjafjallajökli

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli en skjálftarnir eru ekki stórir. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,4 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter. Upptök skjálftanna eru á stærra svæði en áður.

Gosið virðist byrja rólega

Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni.

Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð

Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum

Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Fólki safnað saman undir Eyjafjallajökli

Undir Eyjafjallajökli er verið að safna íbúum saman og skrá þá. Fólki er síðan beint að Vík í Mýrdal. Þar verður fólkið á meðan að óljóst er um gang mála, segir Jón Ársæll Þórðarson fréttamaður sem staddur er í Drangshlíð.

Gríðarlegan gosmökk leggur frá gosstöðvunum

Gríðanlegan gosmökk leggur frá gösstöðvunum í Eyjafjallajökli, segir Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem staddur er i grunnskólanum á Hvolsvelli og fylgist með því sem þar fer fram. Hann segir að ekki sjáist til gosstöðvanna frá Hvolsvelli vegna gosmakkarins. Hvasst er á Hvolsvelli og virðist áttin vera þannig að mökkinn leggi að Hvolsvelli. Þyrla flaug yfir svæðið fyrir fáeinum mínútum en gat heldur ekki séð neitt til gosstöðvanna vegna gosmakkarins.

Gos hafið í Eyjafjallajökli

Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf.

Ummerki gossins sjást núna langar leiðir

Það kemur á óvart hvað eldurinn frá Eyjafjallajökli sést langar leiðir, segir Kristján Már Unnarsson, á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann er nú á leið að jöklinum og segist hafa séð merki gossins alveg frá því að hann var undir Ingólfsfjalli.

Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli

Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum.

Gosið sést frá Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973.

Flugbann yfir eldstöðvunum

Þremur flugvélum Icelandair sem voru á leið frá Seatle, Orlando og New York í Bandaríkjunum, var snúið frá því að koma til íslands vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugvélunum frá Seattle og og Orlando var snúið til Boston en flugvélinni frá New York var snúið til Glasgow í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×