Handbolti

Stelpurnar töpuðu fyrir 20 ára liði Norðmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir.
Rakel Dögg Bragadóttir.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 22-24, á móti 20 ára liði Norðmanna í Mýrinni í Garðabæ dag í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur.

Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Danmörku í desember.

Íslenska liðið byrjaði illa og lenti 4-0 undir en var búið að minnka muninn í eitt mark, 11-10, fyrir hálfleik.

Ílsenska liðið komst síðan í tveggja marka forustu í byrjun seinni hálfleiks en gaf síðan eftir á lokakaflanum og varð að sætta sig við tap.

Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en þær Solveig Lára Kjærnested, Hrafnhildur Skúladóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoruðu allar þrjú mörl.

Mörk Íslands: Rakel Dögg Bragadóttir 5/1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Hrafnhildur Skúladóttir 3/2, Sólveig Lára Kjærnested 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Karen Knútsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1.

Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 8 (þaraf 1 til mótherja). Íris Björk Símonardóttir 5 (þaraf til mótherja).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×