Viðskipti erlent

Risavaxinn niðurskurður framundan í Bretlandi

Breskur almenningur stendur frammi fyrir mesta niðurskurði í ríkisútgjöldum á undanförnum 80 árum. Skera á verulega niður í velferðarkerfinu og félagsþjónustunni, til varnarmála, menntamála og í fjárfestingum á vegum breska ríkisins.

Breska blaðið The Independent hefur eftir heimildum úr breska stjórnarráðinu að brátt verði kynnt áætlun til næstu fjögurra ára sem gerir ráð fyrir niðurskurði hjá hinu opinbera upp á 83 milljarða punda eða sem svarar til um 14.700 milljarða kr. Niðurskurðurinn mun nema allt að 40% í sumum málaflokkum.

Hvað menntun varðar er t.d. gert ráð fyrir miklum niðurskurði en til viðbótar honum koma hækkanir á skólagjöldum fyrir þá sem eru í framhaldsnámi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×