Viðskipti erlent

Þarf að endurgreiða

Jerome Kerviel
Jerome Kerviel
Jerome Kerviel, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá franska bankanum Societé Generale, þarf að endur­greiða bankanum hvorki meira né minna en 4,9 milljarða evra, eða rétt tæplega 760 milljarða króna fyrir hlutdeild sína í fjársvika­myllu, sem er ein sú stærsta sem sögur fara af.

Ljóst þykir að Kerviel er engan veginn borgunar­maður fyrir þessu, enda vann hann bara hjá bankanum og fékk samtals um 100 þúsund evrur útborgaðar í laun og kaupauka.

Kerviel var dæmdur í þriggja ára fangelsi, sem kom fáum á óvart, en hinu áttu víst fáir von á að dómarinn myndi gera honum að endurgreiða tjónið sem hann varð valdur að með fjárhættuspili sínu í bankanum síðla árs 2007 og fram á árið 2008.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×