Körfubolti

Hamarskonur í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hamarskonan Kristrún Sigurjónsdóttir var nálægt þrennunni í kvöld.
Hamarskonan Kristrún Sigurjónsdóttir var nálægt þrennunni í kvöld. Mynd/Anton
Hamarskonur tryggði sér sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna eftir 93-81 sigur á Keflavík í hreinum úrslitaleik liðanna í Hveragerði en þetta var fimmti leikur liðanna í undanúrslitum. Keflavík var 2-1 yfir í einvíginu en Hamar tryggði sér sigur með sigur í tveimur síðustu leikjunum.

Hmaar byrjaði betur í leiknum í kvöld og komst í 11-2 og 19-8 en munurinn var þrjú stig eftir fyrsta leikhluta, 23-20. Keflavík vann annan leikinn og var 45-46 yfir í hálfleik. Hamar tók aftur völdin í þriðja leikhlutanum og var 66-60 yfir fyrir lokaleikhlutann þar sem Hamarsstelpurnar lönduðu sögulegum sigri fyrir félagið.

Julia Demirer var Keflavíkuliðinu mjög erfið með 39 stig og 18 fráköst, Koren Schram skoraði 19 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir var með 14 stig, 6 fráköst og 10 stoðsendingar.

Birna Valgarðsdóttir átti stórkostlegan leik fyrir Keflavík en það dugði ekki til. Birna var með 28 stig og 9 fráköst en Svava Ósk Stefánsdóttir kom henni næst með 23 stig.

Hamar-Keflavík 93-81 (45-46)

Stig Hamars: Julia Demirer 39 (18 fráköst), Koren Schram 19, Kristrún Sigurjónsdóttir 14 (10 stoðsendingar, 6 fráköst), Guðbjörg Sverrisdóttir 8 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Fanney Lind Guðmundsdóttir 7, Sigrún Ámundadóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 2.

Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 28 (9 fráköst), Svava Ósk Stefánsdóttir 23, Kristi Smith 11, Bryndís Guðmundsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 6, Hrönn Þorgrímsdóttir 3, Marín Rós Karlsadóttir 2, Pálína Gunnlaugsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×