Handbolti

Hasanefendic: Afar erfiður riðill

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Saed Hasanefendic, landsliðsþjálfari Serba.
Saed Hasanefendic, landsliðsþjálfari Serba. Nordic Photos / AFP
Saed Hasanefendic, landsliðsþjálfari Serbíu, segir að aðalmarkmiðið hjá sínu liði sé að komast áfram upp úr þeim sterka riðli sem liðið er í á EM í Austurríki sem hefst í næstu viku.

„Við erum í afar erfiðum riðli á EM," sagði hann. „Danmörk er ríkjandi Evrópumeistari, Ísland silfurverðlaunahafar frá Ólympíuleikunum og Austurríki á heimavelli."

EM 2012 verður haldið í Serbíu og segir Hasanefendic liðið vilja ná eins góðum árangri og mögulegt er til að undirbúa sig fyrir keppnina. „En fyrst og fremst ætlum við að reyna að komast áfram í milliriðlakeppnia og taka svo einn leik fyrir í einu þar."

Serbar hafa dvalið í Frakklandi að undanförnu og undirbúið sig að kappi fyrir EM en fyrsti leikur liðsins verður einmitt gegn Íslandi á þriðjudaginn. Í gær vann liðið góðan sigur á heims- og Ólympíumeistaraliði Frakka, 30-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×