Viðskipti erlent

Big Mac dýrastur á Norðurlöndunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Big Mac er dýrastur á Norðurlöndunum. Mynd/ AFP.
Big Mac er dýrastur á Norðurlöndunum. Mynd/ AFP.
Það er dýrast að kaupa Big Mac hamborgara á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri Big Mac vísitölu. Með vísitölunni er verð á Bic Mac hamborgurum borið saman þvert á landamæri. Samkvæmt henni kostar Bic Mac í Noregi 7,20 bandaríkjadali. Í Bandaríkjunum kostar samskonar borgari einungis 3,73 dali.

Með þessu er Big Mac í Noregi sá dýrasti sinnar tegundar í allri veröldinni. Á eftir koma ríki eins og Sviss, Brasilía og Danmörk. Tímaritið Economist gefur út Big Mac vísitöluna hverju sinni. Hún þykir gefa mynd af verðlagi í hverju landi og stöðu gjaldmiðla.

Ísland er auðvitað ekki inni í Big Mac vísitölunni núna enda búið að loka öllum McDonalds skyndibitastöðum hér á landi. Í staðin hafa menn bent á svokallaða Billy vísitölu sem dregur nafn sitt af bókahillum sem seldar eru í IKEA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×