Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri 29. maí 2010 06:00 Evrópusamtökin segja unga bændur slíta orð Angelu Merkel úr samhengi. Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýskalandskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa," segir í yfirlýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átakasvæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ungmenni deyi í hernaði.- bj Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýskalandskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa," segir í yfirlýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átakasvæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ungmenni deyi í hernaði.- bj
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira