Innlent

ívið betri kosningaþátttaka en árið 2006

Alls hafa 45112 kosið í Reykjavík eða 52,59 prósent klukkan sex í dag. Það er um það bil tveimur prósentum meira en kusu í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006. Þá voru 50,87 prósent búnir að kjósa eða 43551. Tæplega 86 þúsund eru á kjörskrá í Reykjavík.

Því er ljóst að kosningaþátttaka ætlar að vera betri en fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Kosningaþátttaka er sambærileg annarstaðar á landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×