Sigfús Páll Sigfússon er genginn í raðir Fram á nýjan leik. Hann kemur til liðsins frá Val. Hann gerði tveggja ára samning við Fram en hann var samningslaus hjá Val.
Fram sendi frá sér fréttatilkynningu vegna þessa í dag.
„ Sigfús þarf ekki að kynna fyrir Frömurum. Leikmaðurinn byrjaði ungur að árum að vekja athygli í Safamýrinni og Einar nokkur Jónsson, aðalþjálfari m.fl. kvenna og aðstoðarþjálfari m.fl. karla, tók drenginn snemma á séræfingar. Sigfús lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Fram undir stjórn Heimis Ríkharðssonar leiktíðina 2003-2004, þá aðeins 17 ára gamall."
"Haustið 2005 tók Guðmundur Þórður Guðmundsson við ungu liði Fram og lagði hann mikið traust á herðar Sigfúsar sem varð aðal leikstjórnandi liðsins tímabilið 2005-2006. Sigfús varð Íslandsmeistari með Fram á sömu leiktíð og var valinn bæði efnilegasti og besti sóknarmaður deildarinnar á árlegu lokahófi HSÍ. Sem leikmaður Fram var Sigfús valinn í A-landsliðið og hefur hann leikið tvo landsleiki fyrir Íslands hönd."
"Undanfarin ár hefur Sigfús verið meðal fremstu leikstjórnenda landsins. Sigfús er gríðarlega útsjónarsamur leikmaður og fáir halda jafn góðu „flæði" í sóknarleik og Sigfús. Sigfús hefur fiskað hvað flest vítaköst og brottvísanir í deildinni undanfarin ár."
"Handknattleiksdeild Fram býður Sigfús hjartanlega velkominn heim og hlakkar til að sjá til kappans á fjölum Safamýrarinnar í blárri treyju á komandi vetri."
Sigfús Páll Sigfússon aftur í Fram
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn