Þetta er Framsókn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2010 22:00 Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.Samvinna Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.Samvinna Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar