Lífið

Góð æfing og gott spjall við vinkonurnar

Eva Mendes. MYND/Cover Media
Eva Mendes. MYND/Cover Media

„Mér líður mjög vel í eigin skinni og líka hvað ég er kvenlega vaxin en ég vil fá viðurkenningu fyrir annað en að vera falleg," sagði leikkonan Eva Mendes.

Eva viðurkenndi einnig opinberlega að hún heimsækir sálfræðing vikulega til að öðlast vellíðan.

„Ég fer í hverri viku til sálfræðings til að líða vel," sagði Eva.

Við framkvæmdum litla könnun á meðal lesenda Lífsins á Facebook síðunni okkar. Við spurðum: Hvað fær þig til að líða vel?

„Góð æfing, gott spjall við vinkonurnar og tilfinningin sem maður fær þegar maður er nýbúinn að gera íbúðina hreina og fína."

„Vera í faðmi fjölskyldunnar."

„Hlátur."

„Þegar maður er búinn að gera eitthvað sem maður hélt að það væri ekki minnsti möguleiki að maður gæti."

„Sumarið :D"

„Jákvætt hugarfar, skemmtilegt fólk, hreyfing og góð næring."

„Með fólkinu sem ég elska ! og eftir góðan boxtíma ;-) þá hefur maður fengið svo góða útrás."

Vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.