Viðskipti erlent

Vírus- og ruslpóstsárás í gangi á Facebook

Danskir fjölmiðlar greina frá því að í augnablikinu standi tölvuþrjótar fyrir umfangsmikilli tölvuvírus- og ruslpóstsárás á Facebook. Danskir notendur Facebook eru beðnir um að fara varlega.

 Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þúsundir notenda Facebook hafi fengið póst sem virðist vera frá vefsíðunni sjálfri. Reynt er að lokka notendurnar til þess að opna viðhengi sem fylgir póstinum. Sé viðhengið opnað kemur fljótlega fram tilkynning um að tölvan sé sýkt af vírus og að maður eigi að flýta sér að kaupa vírusvarnaforrit til að fjarlægja ógnina. Sé það gert græða tölvuþrjótarnir fé og jafnframt tekst þeim að lauma vírus inn í tölvuna.

Vírusárásin er aftur á móti ormur af þeirri tegund sem rænir lykilorðum og krítarkortaupplýsingum frá viðkomandi tövlueigenda.

Sérfræðingur hjá tölvuöryggisfyrirtækinu CSIS segir að svo virðist sem verið sé að reyna að dreifa vírusnum meðal sem flestra Facebooknotenda.

Það fylgir sögunni að þeir sem nota Mac-tölvur þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu vandamáli þar sem tölvuþrjótarnir einbeiti sér að Windows forritum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×