Enski boltinn

Yaya Toure færist nær City

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Toure í leik á HM.
Toure í leik á HM. AFP
Yaya Toure er við það að semja við Manchester City. Gengið verður frá kaupunum á honum frá Barcelona eftir að hann kemur heim af HM.

City hefur boðið 25 milljónir punda í hann og leikmaðurinn segist vilja spila á Englandi.

"Ég vil spila í úrvalsdeildinni. Í hvert skipti sem ég heyrist minnst á hana dríf ég mig heim til að horfa," segir Toure.

"Við erum komnir langt með söluna á Toure," sagði nýr forseti Barcelona, Sandro Rosell.

Bróðir Yaya er Kolo Toure, leikmaður Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×