Enski boltinn

Nasri skaut Arsenal á toppinn - enn vandræðagangur á Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nasri fagnar með félögum sínum.
Nasri fagnar með félögum sínum.

Arsenal er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir góðan 2-1 heimasigur á Fulham. Á sama tíma gerði Chelsea jafntefli, 1-1, við Everton á heimavelli. Man. Utd lék ekki í dag þar sem leik liðsins gegn Blackpool var frestað.

Samir Nasri var hetja Arsenal í dag en hann skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum á Fulham. Hið síðara kom stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Það leit lengi vel út fyrir að Chelsea myndi loksins vinna sigur er það tók á móti Everton. Didier Drogba kom liðinu yfir úr vafasamri vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks.





Drogba skorar úr vítinu umdeilda.

Phil Neville átti þá glórulausa sendingu til baka sem Anelka komst inn í. Hann sendi boltann fram hjá Howard markverði, hljóp svo beint í fangið á honum og fékk víti.

Þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir af leiknum náði Jermaine Beckford að stanga boltann í netið og tryggja Everton stig. Beckford hefur einstakt lag á því að skora mikilvæg mörk.

Grétar Rafn Steinsson og Eiður Smári Guðjohnsen fengu ekkert að spila með sínum liðum í dag.

Úrslit dagsins:

Arsenal-Fulham 2-1

1-0 Samir Nasri (14.), 1-1 Diomansy Kamara (29.), 2-1 Samir Nasri (74.)

Birmingham-Tottenham 1-1

0-1 Sebastian Bassong (19.), 1-1 Craig Gardner (80.)

Blackburn-Wolves 3-0

1-0 David Dunn (28.), 2-0 Brett Emerton (43.), 3-0 Ryan Nelsen (55.)

Chelsea-Everton 1-1

1-0 Didier Drogba, víti (42.), 1-1 Jermaine Beckford (86.)

Man. City-Bolton 1-0

1-0 Carlos Tevez (4.)

Rautt spjald: Aleksandar Kolarov, Man. City (77.)

Wigan-Stoke 2-2

0-1 Robert Huth (18.), 1-1 Danny Collins, sjm (30.), 1-2 Matthew Etherington (30.), 2-2 Tom Cleverley (39.)

Leik Blackpool og Man. Utd var frestað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×