Piltur á átjánda ári hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms.
Pilturinn hafði í fartölvu þrjár ljósmyndir og átján hreyfimyndir, sem tóku tæpar þrjár klukkustundir í afspilum. Myndirnar sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Pilturinn játaði sök fyrir dómi.
Hann hafði áður hlotið dóm árið 2008, skilorðsbundinn til tveggja ára. Sá dómur var nú tekinn upp og piltinum dæmd refsing í einu lagi.- jss