Hamilton harðskeyttur en sigrar ekki 21. apríl 2010 11:04 Jenson Button er þrepi ofar Hamilton hvað sigra í mótum varðar. Hann vann í Kína á sunnudaginn og Hamilton varð annar. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra. Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra.
Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira