Fótbolti

Bæjarar ekki sáttir við að Frakkarnir fá lengri undirbúning

Elvar Geir Magnússon skrifar
Louis van Gaal er fúll.
Louis van Gaal er fúll.

Louis van Gaal, þjálfari FC Bayern, vill að UEFA skipi Lyon að spila helgina fyrir seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lyon fékk í gær frestun frá franska knattspyrnusambandinu.

Lyon átti að leika við Monaco 24. apríl en leikurinn hefur verið færður til 12. maí svo liðið fái meiri tíma til undirbúnings fyrir seinni leikinn gegn Bayern.

Þetta fer í taugarnar á Þjóðverjunum sem þurfa að leika mikilvægan deildarleik gegn Borussa Monchengladbach þremur dögum fyrir ferðalag til Frakklands.

„Ég mun biðja um að UEFA banni franska sambandinu að framkvæma þessa færslu og hún verði afturkölluð. Þeir telja að þetta hjálpi Lyon að komast í úrslitaleikinn og ég tel að þeir hafi á réttu að standa," segir Louis van Gaal.

„UEFA þarf að hafa auga með svona hlutum. Það er ekki sanngirni í þessu. Þetta þýðir að Lyon spilar ekki leik milli fyrri og seinni leiksins gegn okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×