DVD-salan dreifðari en undanfarin ár 22. desember 2010 06:00 Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi er maður ársins í íslenskri DVD-sölu ásamt þeim Bósa og Vidda. Salan virðist dreifðari en mörg undanfarin ár. DVD-salan er dreifðari en mörg undanfarin ár að mati dreifingaraðila og fáir toppar um jólin eins og hefð hefur verið fyrir. Fjölskyldustjarnan Sveppi og vinirnir Bósi og Viddi úr Toy Story 3 verða hins vegar eflaust í toppsætum metsölulista þegar jólaösin klárast. „Niðurhalið hefur eiginlega verið að drepa sjónvarpsþættina,“ segir Konstantín Mikaelson hjá Senu og á þar við sölu á erlendum sjónvarpsseríum. Konstantín nefnir sem dæmi að sala á Simpsons-diskum hefur hrunið. „Fyrir tveimur árum seldust diskarnir í 4-5 þúsund eintökum en nú seljast kannski 1.500.“ Það vekur óneitanlega athygli að í útgáfu Senu eru þrjár upptökur frá leikhúsi á meðal topp fimm. Þetta eru Harry og Heimir með 5.100 eintök farin frá dreifingaraðila, Fíasól með 5.000 og Algjör Sveppi: Dagur í lífi stráks í 3.500. Eina íslenska sjónvarpsserían sem nær inn á þennan lista hjá Senu er Steindinn okkar en fjögur þúsund eintök eru farin frá útgefanda. Jón Geir Sævarsson hjá Samfilm segir að það séu eiginlega bara Toy Story 3 og Sveppa-myndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. „Toy Story hefur selst mjög vel, það eru fjórtán þúsund eintök farin frá okkur og Sveppi er að rjúfa tíu þúsund eintaka múrinn,“ segir Jón Geir og telur að DVD-salan sé dreifðari en mörg undanfarin ár. Spútnik-diskurinn er hins vegar eflaust Sigla himinfley eftir Þráin Bertelsson. Útgefandinn Tómas Hermannsson hjá Sögum gat ekki gefið upp nákvæmar sölutölur en bjóst við því að hann myndi seljast í fjögur þúsund eintökum. - fgg Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
DVD-salan er dreifðari en mörg undanfarin ár að mati dreifingaraðila og fáir toppar um jólin eins og hefð hefur verið fyrir. Fjölskyldustjarnan Sveppi og vinirnir Bósi og Viddi úr Toy Story 3 verða hins vegar eflaust í toppsætum metsölulista þegar jólaösin klárast. „Niðurhalið hefur eiginlega verið að drepa sjónvarpsþættina,“ segir Konstantín Mikaelson hjá Senu og á þar við sölu á erlendum sjónvarpsseríum. Konstantín nefnir sem dæmi að sala á Simpsons-diskum hefur hrunið. „Fyrir tveimur árum seldust diskarnir í 4-5 þúsund eintökum en nú seljast kannski 1.500.“ Það vekur óneitanlega athygli að í útgáfu Senu eru þrjár upptökur frá leikhúsi á meðal topp fimm. Þetta eru Harry og Heimir með 5.100 eintök farin frá dreifingaraðila, Fíasól með 5.000 og Algjör Sveppi: Dagur í lífi stráks í 3.500. Eina íslenska sjónvarpsserían sem nær inn á þennan lista hjá Senu er Steindinn okkar en fjögur þúsund eintök eru farin frá útgefanda. Jón Geir Sævarsson hjá Samfilm segir að það séu eiginlega bara Toy Story 3 og Sveppa-myndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. „Toy Story hefur selst mjög vel, það eru fjórtán þúsund eintök farin frá okkur og Sveppi er að rjúfa tíu þúsund eintaka múrinn,“ segir Jón Geir og telur að DVD-salan sé dreifðari en mörg undanfarin ár. Spútnik-diskurinn er hins vegar eflaust Sigla himinfley eftir Þráin Bertelsson. Útgefandinn Tómas Hermannsson hjá Sögum gat ekki gefið upp nákvæmar sölutölur en bjóst við því að hann myndi seljast í fjögur þúsund eintökum. - fgg
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira