Mullah Omar leiðtogi Talibana í Afganistan segir að Talibanar séu um það bil að vinna stríðið sem geysað hefur í landinu árum saman. Herferð NATO í Afganistan hafi gersamlega mistekst.
Þetta kemur fram í einni af mjög sjaldgæfum yfirlýsingum sem Omar hefur sent frá sér en hún kom fram í lokin á Ramadan, einni stærstu trúarhátíð múslima.
Omar segir að í fyllingu tímans muni Talibanar koma á fót öflugu sjálfstæðu íslömsku ríki í Afganistan.