Lífið

Hommar heimsóttu Amnesty

Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International tók á móti keppendum í Herra hinsegin.
Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International tók á móti keppendum í Herra hinsegin.
Keppendur í fyrstu fegurðarsamkeppni homma á Íslandi, Herra hinsegin, fóru saman í hádegismat til Íslandsdeildar Amnesty International í gær þar sem þeir kynntu sér starfsemina.

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri deildarinnar, tók á móti þeim. „Skipuleggjandi keppninnar hafði mikinn áhuga á að tengja keppnina við mannréttindafræðslu. Við fjölluðum um mannréttindi almennt og sögðum frá við hvaða aðstæður samkynhneigðir lifa víða um heim," segir Jóhanna.

„Það var mjög gaman að fá þá. Þetta er fríður hópur, það er ekki hægt að segja annað. Þeir voru mjög áhugasamir og það spunnust líflegar og skemmtilegar umræður," segir hún og bætir við: „Ég vona að þær upplýsingar sem þeir fengu verði til þess að þeir sýni aðstæðum samkynhneigðs fólks sem býr í löndum þar sem samkynhneigð er bönnuð aukinn skilning og taki jafnvel þátt í aðgerðum sem Amnesty skipuleggur."

Herra hinsegin verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöld. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.