Viðskipti erlent

Bretar og ESB á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar

Breska blaðið Indepentent segir í frétt í dag að Bretar og Evrópusambandið séu á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar vegna makríldeilunnar. Sumir séu þegar farnir að ræða um málið sem Þorskastríð númer tvö.

Fram kemur í fréttinni að búist sé við að Evrópusambandið muni grípa til refsiaðgerða gegn Íslandi og Færeyjum vegna einhliða ákvörðunnar þessara þjóða um að taka sér stóraukinn makrílkvóta. Hótanir séu uppi um að setja innflutningsbann á þorsk, síld, ufsa, ýsu og makríl frá Íslandi og Færeyjum.

Árleg fiskveiðiráðstefna Evrópusambandsins hefst í Brussel í dag þar sem makríldeilan verður m.a. í brennidepli.

Richard Benyon umhverfis- og sjávarútvegsráðherra Bretlands segir í samtali við blaðið að skortur á samningi við Ísland og Færeyjar um makrílveiðarnar séu mikil ógn við stöðugleika stofnsins. Bretar séu að íhuga til hvaða aðgerða hægt sé að grípa til að Ísland og Færeyjar sjái skynsemina í því að semja um veiðarnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×