Lífið

Lena keppir aftur fyrir Þýskaland í Eurovision

Lena við heimkomuna til Hamborgar eftir sigurinn í Eurovision.
Lena við heimkomuna til Hamborgar eftir sigurinn í Eurovision. Mynd/AFP
Þjóðverjar eru byrjaðir að undirbúa næstu Eurovision-keppni af kappi. Þeir buðu yfirmönnum keppninnar á fyrsta fund um hana í Hamborg í gær.

Þar kom meðal annars fram að ákveðið hefur verið að sigurvegari keppninnar í ár, hin þýska Lena, snúi aftur til að verja titilinn að ári. Þetta hefur einu sinni gerst áður. Sigurvegari fyrstu keppninnar árið 1956, Lys Assia, sneri aftur ári seinna til að verja titilinn. Aðrir sigurvegarar hafa beðið með endurkomuna í nokkur ár.

Ekki er ljóst í hvaða þýsku borg keppnin verður haldin en nokkrar koma til greina. Tilkynnt verður í lok sumars hver þeirra hreppir hnossið.

Næsta keppni fer fram fyrr en síðustu ár til þess að hún skarist ekki á við stóra íþróttaviðburði í lok maí. Undankeppnirnar tvær verða 10. og 12. maí en aðalkeppnin laugardagskvöldið 14. maí. Íslendingar geta því tekið dagana frá.


Tengdar fréttir

Eurovision: Hæ ég heiti Lena - myndband

„Halló ég heiti Lena, ég er nítján ára og er frá Hannover og ég sigraði Eurovisionkeppnina í dag,“ sagði Lena Mayer á þýsku í byrjun blaðamannafundarins sem haldinn eftir keppnina í Telenor höllinni í gærkvöldi. Þar má sjá óteljandi ljósmyndara mynda þýsku sigurvegarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.