Fótbolti

Glentoran: Þrír í fríi og þjálfarinn upp í stúku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Ólafsson, þjálfari KR, og Pétur Pétursson, aðstoðarmaður hans.
Logi Ólafsson, þjálfari KR, og Pétur Pétursson, aðstoðarmaður hans. Mynd/Anton

KR mætir í kvöld Glentoran frá Norður-Írlandi í fyrstu umferðar forkeppni Evrópudeildar UEFA. Glentoran mun þó sakna nokkurra leikmanna í leiknum.

Þrír leikmenn eru enn í sumarfríi og þá er Paul Leeman frá vegna meiðsla. Matty Burrows verður ekki heldur með þar sem hann verður í leikbanni.

Þjálfarinn, Richard Clarke, er með í för en þarf að sitja upp í stúku á KR-vellinum í kvöld þar sem hann er ekki með tilskylin réttindi til að stýra liðinu af hliðarlínunni.

Glentoran lék æfingaleik gegn The New Saints á sunnudag og tapaði honum, 2-0.

KR-ingar hafa þó ekki náð sér á strik í Pepsi-deild karla í sumar og eru í níunda sæti deildarinnar með níu stig eftir níu leiki. Leikurinn gegn Glentoran hefst klukkan 19.15 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×