Viðskipti innlent

Kínasamningur styrkir ekki gjaldeyrisforðann beint

Samningurinn Seðlabanka Íslands og Kína styrkri ekki gjaldreyrisforðann beint en mun greiða fyrir utanríkisviðskipti á milli Kína og Íslands.

Skrifað var undir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning á milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands í morgun. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan.

Í kjölfarið mun Seðlabanki Íslands stofna reikning í nafni Kína og öfugt. Með slíkum reikningi verður meðal annars hægt greiða fyrir innflutning vara frá Kína.

Aðdragandi samstarfsins er talsvert langur en Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði að fyrstu þreifingar hefðu hafist á haustmánuðum 2008, eða rétt fyrir hrun.


Tengdar fréttir

Milljarða samningur við Seðlabanka Kína

Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins.

Samningurinn við Kínverja er upp á 66 milljarða

Skrifað hefur verið undir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning á milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands hinn 9. júní 2010. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan.

Kínverjar í hádegismat á Bessastöðum

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun nú fyrir hádegi eiga fund með kínversku sendinefndinni sem nú heimsækir Ísland. Sendinefndin er undir forystu He Guoqiang og í henni eru fulltrúar frá Seðlabanka Kína, Útflutnings-innflutningsbanka Kína og kínverskum orkufyrirtækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×