Hanna Birna krefst skýringa frá GR Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2010 21:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir segir nauðsynlegt að borgin fái upplýsingar um það hvernig fjármunum golfklúbbsins hafi verið varið. Mynd/ Pjetur. „Þær upplýsingar sem borginni hafa borist kalla á skýringar og eftir þeim skýringum hefur þegar verið óskað, bæði innan borgarkerfisins og við forsvarsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur. Reynist það rétt að fjármagni frá Reykjavíkurborg hafi verið ráðstafað með öðrum hætti en fyrri samningar gerðu ráð fyrir þá kallar það að sjálfsögðu á endurskoðun samninga á greiðslum frá Reykjavíkurborg til golfklúbbsins," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 fékk borgarráð upplýsingar um að Golfklúbbur Reykjavíkur hefði síðustu þrjú ár þegið 210 milljónir króna frá borginni til ákveðinna framkvæmda en mögulega notað hátt í helming fjárins til að lækka yfirdrátt og aðrar skuldir. Hanna Birna segir að reynist það rétt sé það ekki í samræmi við ákvæði fyrri samninga. Hanna Birna segir að upplýsingarnar hafi verið sendar strax til innri endurskoðenda og embættismanna hjá Íþrótta- og tómstundaráði. Þeir hafi verið beðnir um að yfirfara málin. „Það er ekki hægt að segja á þessu stigi málsins nákvæmlega hvernig í þessu liggur og eðlilegt að golfklúbburinn fái tækifæri til þess að skýra málið. Ég á von á því að það skýrist á morgun," segir Hanna Birna. Hanna Birna bendir á að við afgreiðslu borgarstjórnar á málinu á þriðjudaginn hafi borgarstjórn ekki verið að gera annað en að vinna úr samningi við GR sem hafi verið gerður í tíð annars meirihluta. „Og Reykjavíkurborg vildi standa við gerða samninga með eðlilegum hætti. En ég ítreka það að komi það í ljós að GR hefur ekki staðið við sitt með þeim hætti sem ætlast var til með fyrri samningum að þá kallar það auðvitað á endurskoðun," segir Hanna Birna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
„Þær upplýsingar sem borginni hafa borist kalla á skýringar og eftir þeim skýringum hefur þegar verið óskað, bæði innan borgarkerfisins og við forsvarsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur. Reynist það rétt að fjármagni frá Reykjavíkurborg hafi verið ráðstafað með öðrum hætti en fyrri samningar gerðu ráð fyrir þá kallar það að sjálfsögðu á endurskoðun samninga á greiðslum frá Reykjavíkurborg til golfklúbbsins," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 fékk borgarráð upplýsingar um að Golfklúbbur Reykjavíkur hefði síðustu þrjú ár þegið 210 milljónir króna frá borginni til ákveðinna framkvæmda en mögulega notað hátt í helming fjárins til að lækka yfirdrátt og aðrar skuldir. Hanna Birna segir að reynist það rétt sé það ekki í samræmi við ákvæði fyrri samninga. Hanna Birna segir að upplýsingarnar hafi verið sendar strax til innri endurskoðenda og embættismanna hjá Íþrótta- og tómstundaráði. Þeir hafi verið beðnir um að yfirfara málin. „Það er ekki hægt að segja á þessu stigi málsins nákvæmlega hvernig í þessu liggur og eðlilegt að golfklúbburinn fái tækifæri til þess að skýra málið. Ég á von á því að það skýrist á morgun," segir Hanna Birna. Hanna Birna bendir á að við afgreiðslu borgarstjórnar á málinu á þriðjudaginn hafi borgarstjórn ekki verið að gera annað en að vinna úr samningi við GR sem hafi verið gerður í tíð annars meirihluta. „Og Reykjavíkurborg vildi standa við gerða samninga með eðlilegum hætti. En ég ítreka það að komi það í ljós að GR hefur ekki staðið við sitt með þeim hætti sem ætlast var til með fyrri samningum að þá kallar það auðvitað á endurskoðun," segir Hanna Birna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira