Enski boltinn

Eriksson vill taka við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson. Nordic Photos / Getty Images
Svíinn Sven-Göran Eriksson hefur mikinn áhuga á að taka við Liverpool en hann hefur alla tíð verið stuðningsmaður félagsins.

Eriksson þjálfaði áður enska landsliðið og Manchester City og mun á HM í sumar stýra liði Fílabeinsstrandarinnar.

Rafa Benitez hætti hjá Liverpool fyrr í vikunni og er félagið nú að leita að nýjum knattspyrnustjóra.

„Ég hef verið stuðningsmaður Liverpool alla ævi," sagði Eriksson í viðtali við The Sun. „Það kom mér mjög á óvart að Rafa Benitez væri hættur. Myndi ég vilja taka við Liverpool? Alla stjóra dreymir um að taka við Liverpool."

Eriksson sagði einnig frá því þegar hann horfði á leiki frá ensku úrvalsdeildinni þegar hann var ungur.

„Pabbi minn var líka stuðningsmaður Liverpool og við horfðum saman á leik úr ensku úrvalsdeildinni alla laugardaga. Það var hápunktur vikunnar."

„Það var reglulega sýnt frá leikjum Liverpool og þá hvöttum við liðið áfram. Liverpool var alltaf mitt lið og það hefur ekki breyst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×