„Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“ Erla Hlynsdóttir skrifar 15. nóvember 2010 10:44 Móðir Ellu Dísar segist vera hrædd um dóttur sína „Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna í samtali við Vísi. Ella Dís er tæplega fimm ára gömul en þegar hún var á öðru aldursári fór að bera á lömun í höndum sem ágerðist hratt og eftir mikla þrautargöngu hjá læknum komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún væri með sjálfsofnæmi. Þrátt fyrir að Ella Dís hafi glímt við erfið veikindi síðustu ár virðist staðan nú vera enn alvarlegri en áður. „Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð," segir Ragna.Vökvasöfnun í heila Hún segist hafa óskað eftir því að læknarnir taki mynd af heila til að hægt sé að sjá hvort um heilaskaða er að ræða, en að sögn Rögnu telja læknar að vökvasöfnun og þrýstingur í heila sé ástæða þess að dóttir hennar er ekki með meðvitund. Ragna var stödd á Barnaspítalanum þegar blaðamaður náði tali af henni en Ragna er stöðugt við hlið dóttur sinnar. Faðir Ellu Dísar kom með flugi frá Englandi eftir að veikindin nú ágerðust og fá foreldrarnir stuðning frá ættingjum og vinum.Kyssti hana og knúsaði „Þetta er svo óraunverulegt. Ég bara bíð eftir að hún vakni. Ég lagði mig hér áðan og þegar ég vaknaði kyssti ég hana og knúsaði en hún opnaði bara augun og lokaði þeim strax aftur. Hún vaknaði ekki. Ég er mjög áhyggjufull," segir Ragna.Gríðarleg verkjaköst Ómögulegt er að segja hvernig líðan Ellu Dísar verður þegar líður á daginn þar sem breytingar hafa orðið ört á líðan hennar síðustu sólarhringa. „Líklega hefur hún smátt og smátt verið að verða meira veikburða eftir magapest og niðurgang. Síðan gerðist það bara allt í einu að hún varð svona lasin. Laugardagurinn var algjör martröð og hún var með gríðarleg verkjaköst. Hún var orðin svo dofin og kveinkaði sér ekki einu sinni þegar læknarnir stungu hana," segir Ragna.Hrædd móðir Það hefur tekið mjög á hana að horfa á litlu dóttur sína fara frá því að vera sárþjáð og yfir í að vera án meðvitundar. „Ég er búin að vera mjög sorgmædd og leið og hrædd. Það hefur hrætt mig að sjá hana í þessu ástandi. Ég hef aldrei séð hana svona. Það er eitthvað algjörlega nýtt við þetta," segir Ragna. Ella Dís hefur einu sinni komist nálægt því að vera jafn þungt haldin og nú. Það var árið 2008 þegar hún hafði farið í þrjár misheppnaðar aðgerðir og lá á gjörgæslu. „Ég vona að hún berjist gegn þessu. Hún var orðin svo heilbrigð og lífsglöð. Hún er brött. Ég veit að hún gerir sitt besta," segir Ragna.Bænirnar hjálpa Hún segist þakklát fyrir allan þann stuðning sem dóttir hennar fær. „Það hefur hjálpað okkur mikið. Ég vona bara að fólk biðji fyrir henni. Það skiptir okkur svo miklu máli hvað við höfum fengið mikla ást og mikinn kærleik, kveðjur á Facebook og í sms. Þessi stuðningur skiptir okkur öllu. Ég er algjörlega vanmáttug," segir hún. Bloggsíða móður Ellu Dísar Facebook-síða Ellu Dísar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna í samtali við Vísi. Ella Dís er tæplega fimm ára gömul en þegar hún var á öðru aldursári fór að bera á lömun í höndum sem ágerðist hratt og eftir mikla þrautargöngu hjá læknum komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún væri með sjálfsofnæmi. Þrátt fyrir að Ella Dís hafi glímt við erfið veikindi síðustu ár virðist staðan nú vera enn alvarlegri en áður. „Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð," segir Ragna.Vökvasöfnun í heila Hún segist hafa óskað eftir því að læknarnir taki mynd af heila til að hægt sé að sjá hvort um heilaskaða er að ræða, en að sögn Rögnu telja læknar að vökvasöfnun og þrýstingur í heila sé ástæða þess að dóttir hennar er ekki með meðvitund. Ragna var stödd á Barnaspítalanum þegar blaðamaður náði tali af henni en Ragna er stöðugt við hlið dóttur sinnar. Faðir Ellu Dísar kom með flugi frá Englandi eftir að veikindin nú ágerðust og fá foreldrarnir stuðning frá ættingjum og vinum.Kyssti hana og knúsaði „Þetta er svo óraunverulegt. Ég bara bíð eftir að hún vakni. Ég lagði mig hér áðan og þegar ég vaknaði kyssti ég hana og knúsaði en hún opnaði bara augun og lokaði þeim strax aftur. Hún vaknaði ekki. Ég er mjög áhyggjufull," segir Ragna.Gríðarleg verkjaköst Ómögulegt er að segja hvernig líðan Ellu Dísar verður þegar líður á daginn þar sem breytingar hafa orðið ört á líðan hennar síðustu sólarhringa. „Líklega hefur hún smátt og smátt verið að verða meira veikburða eftir magapest og niðurgang. Síðan gerðist það bara allt í einu að hún varð svona lasin. Laugardagurinn var algjör martröð og hún var með gríðarleg verkjaköst. Hún var orðin svo dofin og kveinkaði sér ekki einu sinni þegar læknarnir stungu hana," segir Ragna.Hrædd móðir Það hefur tekið mjög á hana að horfa á litlu dóttur sína fara frá því að vera sárþjáð og yfir í að vera án meðvitundar. „Ég er búin að vera mjög sorgmædd og leið og hrædd. Það hefur hrætt mig að sjá hana í þessu ástandi. Ég hef aldrei séð hana svona. Það er eitthvað algjörlega nýtt við þetta," segir Ragna. Ella Dís hefur einu sinni komist nálægt því að vera jafn þungt haldin og nú. Það var árið 2008 þegar hún hafði farið í þrjár misheppnaðar aðgerðir og lá á gjörgæslu. „Ég vona að hún berjist gegn þessu. Hún var orðin svo heilbrigð og lífsglöð. Hún er brött. Ég veit að hún gerir sitt besta," segir Ragna.Bænirnar hjálpa Hún segist þakklát fyrir allan þann stuðning sem dóttir hennar fær. „Það hefur hjálpað okkur mikið. Ég vona bara að fólk biðji fyrir henni. Það skiptir okkur svo miklu máli hvað við höfum fengið mikla ást og mikinn kærleik, kveðjur á Facebook og í sms. Þessi stuðningur skiptir okkur öllu. Ég er algjörlega vanmáttug," segir hún. Bloggsíða móður Ellu Dísar Facebook-síða Ellu Dísar
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira