Enski boltinn

Robinho óskar enn að fara til Barcelona

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Robinho í stuði.
Robinho í stuði. GettyImages
Brasilíumaðurinn Robinho ætlar að sýna sig á HM í sumar, þá helst fyrir Barcelona. Hann yfirgaf Real Madrid fyrir Manchester City, þaðan sem hann var lánaður til Santos í heimalandi sínu.

Santos er uppeldisfélag Robinho sem hefur engan áhuga á því að snúa aftur til City. Hugsanleg skipti City og Barcelona á Robinho og Zlatan Ibrahimovic hafa verið nefnd.

Hann sagði á síðasta ári að það væri "miklu auðveldara að verða besti leikmaður heims hjá Barcelona en hjá City," og umboðsmaður hans kyndir undir Barcelona í dag.

"Allir leikmenn heims myndu vilja spila með Barcelona. Ef hann á gott HM opnar það dyr fyrir bestu lið Evrópu, meðal annars Barcelona," sagði umboðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×