Lífið

Dustin Hoffman leikstýrir fyrir BBC

Dustin Hoffman
Dustin Hoffman

Dustin Hoffman hefur samþykkt að leikstýra nýrri gamanmynd fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC. Myndin fjallar um tvo roskna óperusöngvara sem lentu í miklum deilum á sínum yngri árum en ákveða að grafa stríðsöxina fyrir tónleika eftir fund á elliheimili. Um er að ræða sannkallaðan ellismell því Hoffman sjálfur er 72 ára og aðalleikararnir í myndinni eru heldur engin unglömb; Maggie Smith verður 76 á þessu ári, Albert Finney er tveimur árum yngri en hún og sir Tom Courtenay er 73 ára.

Þetta verður í fyrsta skipti sem Hoffman sest í leikstjórastólinn, opinberlega. Hann kom reyndar að leikstjórn kvikmyndarinnar Straight Time frá árinu 1978 en fékk það starf sitt ekki skráð. Hoffman situr ekki auðum höndum því hann hyggst endurtaka hlutverk föður Gaylord Focker í þriðju myndinni í þessari tragikómisku fjölskyldusögu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.