Lífið

Bresk ofurfyrirsæta á tískusýningu í Hafnarhúsi

Nærvera Lily vakti mikla athygli viðstaddra í Hafnarhúsinu. Hér er hún á sýningu hjá Lanvin á tískuvikunni í París.
Nærvera Lily vakti mikla athygli viðstaddra í Hafnarhúsinu. Hér er hún á sýningu hjá Lanvin á tískuvikunni í París.

Breska fyrirsætan Lily Donaldson var stödd hér á landi síðastliðna helgi. Fyrirsætan kíkti meðal annars á tískusýningu sem haldin var í Hafnarhúsinu á vegum menningarhátíðarinnar Jónsvöku.

Nærvera hennar vakti að sjálfsögðu mikla athygli viðstaddra, en Lily er ein eftirsóttasta fyrirsæta Bretlands. Hún hefur landað samningum hjá stærstu hönnuðum heims svo sem Dior, Burberry og Dolce & Gabbana. Einnig hefur hún setið fyrir og sýnt á tískusýningum fyrir flesta eftirsóttustu hönnuði heims ásamt því að vera á lista Vogue Paris yfir merkustu fyrirsætur fyrsta áratugar þessarar aldar. Lily yfirgaf landið á sunnudag. - ls












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.